Innlent

Tilkynnt um háværa sprengingu á Laugarnesvegi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Eftir að lögregla fór á vettvang reyndust engar vísbendingar sem bentu til rörasprengju eða annars saknæms hátternis.
Eftir að lögregla fór á vettvang reyndust engar vísbendingar sem bentu til rörasprengju eða annars saknæms hátternis. Vísir/Eyþór
Rétt fyrir klukkan fimm í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um mjög háværa sprengingu og mikinn reyk á Laugarnesvegi. Nokkru áður hafi verið tilkynnt um þrjár minni sprengingar á sama svæði.

Talið var að stærri sprengingin væri rörasprenging. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglu.

Eftir að lögregla fór á vettvang reyndust engar vísbendingar sem bentu til rörasprengju eða annars saknæms hátternis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var verið að grilla í námunda við vettvang og höfðu einhverjir verið að eiga við flugelda á svæðinu.

Sprengja eða ekki sprengja

Þá fékk lögregla tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu í morgun um rörasprengju í Stórakrika í Mosfellsbæ. Sprengjusveit Ríkislögreglustjóra mætti á vettvang og afgreiddi málið, samkvæmt lögreglu. Ekki er vitað nánar um gerð eða tegund sprengjunnar.

Nokkuð hefur verið um tilkynningar um rörasprengjufundi á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Í síðustu viku fannst rörasprengja í strætóskýli við Hlíðarveg í Kópavogi. Í kjölfarið sendi lögreglan út tilkynningu þar sem ítrekað var hve mikil hætta stafar af slíkum sprengjum.

Hluturinn reyndist ekki vera rörasprengja heldur rafhlaða, en útúr henni stóð vír, sem varð til þess að munurinn leit torkennilega út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×