Innlent

Rörasprengjan reyndist vera rafhlaða

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Rörasprengjan sem fannst í Kópavogi.
Rörasprengjan sem fannst í Kópavogi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Í síðustu viku fannst rörasprengja í strætóskýli við Hlíðarveg í Kópavogi. Í kjölfarið sendi lögreglan út tilkynningu þar sem ítrekað var hve mikil hætta stafar af slíkum sprengjum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vann að málinu ásamt sprengjusveit sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Hluturinn reyndist ekki vera rörasprengja heldur rafhlaða, en útúr henni stóð vír, sem varð til þess að munurinn leit torkennilega út.

Lögreglan vill minna á að ef fólk telur sig hafa fundið hættulega muni, eins og rörapsrengjur, er alltaf öruggast að kalla til lögreglu, eins og gert var í umrætt tilvik.



Fréttin var uppfærð eftir frekari upplýsingar frá lögreglu.


Tengdar fréttir

Sprengja fannst í strætóskýli

Rörasprengja fannst í strætóskýlí í Kópavogi í kvöld. Sprengjusveit kom á svæðið og lokaði götunni til að fjarlægja sprengjuna af vettvangi. Engan sakaði.

Rörasprengjan hefði getað kostað mannslíf

"Rörasprengjur hafa komið við sögu hjá lögreglu annað slagið í gegnum árin og sjálfsagt verður aldrei nógu oft sagt hversu hættulegar þær eru,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×