Skotin til bana á náttfötunum eftir að hafa hringt á lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2017 11:16 Frá minningarathöfn við heimili Justine og Don Damond. Vísir/EPA Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira