Ár liðið frá valdaránstilrauninni í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. júlí 2017 10:29 Recap Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira