Ár liðið frá valdaránstilrauninni í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. júlí 2017 10:29 Recap Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira