Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 13:25 Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna. Vísir/GVA Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira