Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2017 10:45 Frá mótmælum við Hvíta húsið í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun vera einkar reiður yfir nýjustu uppljóstrunum varðandi samskipti starfsmanna framboðs hans og yfirvalda í Rússlandi. Mikil óreiða er sögð ríkja í Hvíta húsinu þar sem nánustu ráðgjafar Trump og starfsmenn hans saka hvorn annan um slæmar og afdrifaríkar ákvarðanir undanfarinna daga. Um margra mánaða skeið hefur Trump eldri kallað umræður um mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa varðandi tilraunir þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, Trump í vil, „falskar fréttir“ og gabb runnið undan rifjum demókrata til að hylma yfir stórt tap þeirra í forsetakosningunum. Trump yngri hefur sagt allt tal um samstarf vera ógeðslegt og rugl. Tölvupóstarnir sem Trump yngri birti í gær og fjölluðu um fund hans, Paul Manafort og Jared Kushner við lögmann með tengsl við Kremlin, eftir að hann komst að því að New York Times væri með þá, sýna þó í minnsta lagi að hann var ekki einungis viljugur heldur einnig ákafur í að fá upplýsingar um Hillary Clinton frá ríkisstjórn Rússlands. Þá kom einnig fram í póstunum að upplýsingarnar sem hann átti að fá voru liður í áætlun ríkisstjórnar Rússlands að styðja Trump gegn Clinton.Sjá einnig:„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaEina tilkynningin sem hafði komið frá forsetanum í gærkvöldi barst í gegnum talskonu hans Sarah Huckabee Sanders. Hún sagði í gær að Trump eldri teldi son sinn vera „gæðadreng“. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar dregur forsetinn í efa gæði þeirra ráða sem hann hefur fengið að undanförnu. Hann hefur þó tíst um málið nú í morgun. Þar segir hann son sinn vera góðan dreng og að um pólitískar nornaveiðar sé að ræða. My son Donald did a good job last night. He was open, transparent and innocent. This is the greatest Witch Hunt in political history. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Remember, when you hear the words "sources say" from the Fake Media, often times those sources are made up and do not exist.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Trump hefur vart yfirgefið Hvíta húsið frá því hann fór frá Evrópu. Fjölmiðlar ytra segja hann og hans nánustu starfsmenn vera reiða yfir því að afskipti Rússa og mögulegt samstarf framboðs Trump hafi enn og aftur komið upp á yfirborðið. Trump-liðar töldu G-20 fundi forsetans og ræðu hans í Póllandi vera hápunkt forsetatíðar hans. Í hvert sinn sem Trump reynir að komast fram fyrir málið hefur eitthvað nýtt litið dagsins ljós. Það vakti einnig athygli í gær þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar virtist hann reyna að einangra sig frá Trump fjölskyldunni. Marc Lotter, talsmaður Pence, sagði varaforsetann ekki hafa vitað af umræddum fundi og bætti við að Pence væri ekki að einbeita sér af atvikum sem komu upp í kosningabaráttunni og þá sérstaklega sem komu upp áður en hann gekk til liðs við Trump. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja að fundurinn umræddi gæti mögulega verið brot á kosningalögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. 11. júlí 2017 19:30 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun vera einkar reiður yfir nýjustu uppljóstrunum varðandi samskipti starfsmanna framboðs hans og yfirvalda í Rússlandi. Mikil óreiða er sögð ríkja í Hvíta húsinu þar sem nánustu ráðgjafar Trump og starfsmenn hans saka hvorn annan um slæmar og afdrifaríkar ákvarðanir undanfarinna daga. Um margra mánaða skeið hefur Trump eldri kallað umræður um mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa varðandi tilraunir þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, Trump í vil, „falskar fréttir“ og gabb runnið undan rifjum demókrata til að hylma yfir stórt tap þeirra í forsetakosningunum. Trump yngri hefur sagt allt tal um samstarf vera ógeðslegt og rugl. Tölvupóstarnir sem Trump yngri birti í gær og fjölluðu um fund hans, Paul Manafort og Jared Kushner við lögmann með tengsl við Kremlin, eftir að hann komst að því að New York Times væri með þá, sýna þó í minnsta lagi að hann var ekki einungis viljugur heldur einnig ákafur í að fá upplýsingar um Hillary Clinton frá ríkisstjórn Rússlands. Þá kom einnig fram í póstunum að upplýsingarnar sem hann átti að fá voru liður í áætlun ríkisstjórnar Rússlands að styðja Trump gegn Clinton.Sjá einnig:„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaEina tilkynningin sem hafði komið frá forsetanum í gærkvöldi barst í gegnum talskonu hans Sarah Huckabee Sanders. Hún sagði í gær að Trump eldri teldi son sinn vera „gæðadreng“. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar dregur forsetinn í efa gæði þeirra ráða sem hann hefur fengið að undanförnu. Hann hefur þó tíst um málið nú í morgun. Þar segir hann son sinn vera góðan dreng og að um pólitískar nornaveiðar sé að ræða. My son Donald did a good job last night. He was open, transparent and innocent. This is the greatest Witch Hunt in political history. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Remember, when you hear the words "sources say" from the Fake Media, often times those sources are made up and do not exist.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Trump hefur vart yfirgefið Hvíta húsið frá því hann fór frá Evrópu. Fjölmiðlar ytra segja hann og hans nánustu starfsmenn vera reiða yfir því að afskipti Rússa og mögulegt samstarf framboðs Trump hafi enn og aftur komið upp á yfirborðið. Trump-liðar töldu G-20 fundi forsetans og ræðu hans í Póllandi vera hápunkt forsetatíðar hans. Í hvert sinn sem Trump reynir að komast fram fyrir málið hefur eitthvað nýtt litið dagsins ljós. Það vakti einnig athygli í gær þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar virtist hann reyna að einangra sig frá Trump fjölskyldunni. Marc Lotter, talsmaður Pence, sagði varaforsetann ekki hafa vitað af umræddum fundi og bætti við að Pence væri ekki að einbeita sér af atvikum sem komu upp í kosningabaráttunni og þá sérstaklega sem komu upp áður en hann gekk til liðs við Trump. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja að fundurinn umræddi gæti mögulega verið brot á kosningalögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. 11. júlí 2017 19:30 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00
Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. 11. júlí 2017 19:30
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30