Bill Simmons: Phil Jackson ætti bara að snúa sér að handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 12:00 Phil Jackson vann sex NBA-titla með Michael Jordan. Vísir/Getty Phil Jackson hefur unnið fleiri NBA-titla sem þjálfari en nokkur annar í sögu deildarinnar, elleftu talsins. Hann má hinsvegar muna sinn fífil fegurri eftir skelfilega frammistöðu sína sem framkvæmdastjóri hjá New York Knicks. Bill Simmons er einn af frægustu spjallaþáttastjórnendum Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir og hann er reglulega með The Bill Simmons Podcast á netinu. Simmons lætur sínar skoðanir flakka og hann hefur fundið framtíðarstarf fyrir fyrrum framkvæmdastjóra New York Knicks. Simmons er á því að Phil Jackson eigi bara að segja skilið við körfuboltann og snúa sér að því að reyna að koma bandaríska handboltalandsliðinu á hærri pall. Það gekk ekkert hjá honum að búa til alvöru lið í New York og liðið er nánast rústir einar eftir þriggja ára starf Jackson. Maðurinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum og vann fimm NBA-titla með Los Angeles Lakers var augljóslega ekki rétti maðurinn í starfið í Madison Sqaure Garden. Hlustandi sendi Bill Simmons skilaboð þar sem hann lagði það til að Phil Jackson snúi sér núna að bandaríska landsliðinu í handbolta og reyna um leið að nýta sér kunnáttu sína á þríhyrningssókninni til að koma með hana inn í handboltann. Simmons tók heldur betur undir það. „Ef hann kemur upp með handboltann þá væri allt þetta New York Knicks vesen fyrirgefið,“ sagði Bill Simmons í léttum tón. Simmons talaði síðan í alvöru um það hversu margt væri líkt með handboltanum og körfuboltanum miðað við það sem hann sá af handbolta á Ólympíuleikunum í London 2012. Simmons segist vilja sjá körfuboltaleikmenn reyna fyrir sér í handbolta og skilur ekki af hverju Bandaríkin geti ekki fengið þá körfuboltamenn, sem eiga ekki möguleika á því að komast í NBA, til að reyna fyrir sér í handbolta. Það ætti allavega að vera nóg að góðum íþróttamönnum í landinu til að búa til gott handboltalið. Það má hlusta þetta með því að smella hér en umræðan um Phil Jackson og handboltann hefst eftir rúmar þrettán mínútur. Íslenski handboltinn Handbolti NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Phil Jackson hefur unnið fleiri NBA-titla sem þjálfari en nokkur annar í sögu deildarinnar, elleftu talsins. Hann má hinsvegar muna sinn fífil fegurri eftir skelfilega frammistöðu sína sem framkvæmdastjóri hjá New York Knicks. Bill Simmons er einn af frægustu spjallaþáttastjórnendum Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir og hann er reglulega með The Bill Simmons Podcast á netinu. Simmons lætur sínar skoðanir flakka og hann hefur fundið framtíðarstarf fyrir fyrrum framkvæmdastjóra New York Knicks. Simmons er á því að Phil Jackson eigi bara að segja skilið við körfuboltann og snúa sér að því að reyna að koma bandaríska handboltalandsliðinu á hærri pall. Það gekk ekkert hjá honum að búa til alvöru lið í New York og liðið er nánast rústir einar eftir þriggja ára starf Jackson. Maðurinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum og vann fimm NBA-titla með Los Angeles Lakers var augljóslega ekki rétti maðurinn í starfið í Madison Sqaure Garden. Hlustandi sendi Bill Simmons skilaboð þar sem hann lagði það til að Phil Jackson snúi sér núna að bandaríska landsliðinu í handbolta og reyna um leið að nýta sér kunnáttu sína á þríhyrningssókninni til að koma með hana inn í handboltann. Simmons tók heldur betur undir það. „Ef hann kemur upp með handboltann þá væri allt þetta New York Knicks vesen fyrirgefið,“ sagði Bill Simmons í léttum tón. Simmons talaði síðan í alvöru um það hversu margt væri líkt með handboltanum og körfuboltanum miðað við það sem hann sá af handbolta á Ólympíuleikunum í London 2012. Simmons segist vilja sjá körfuboltaleikmenn reyna fyrir sér í handbolta og skilur ekki af hverju Bandaríkin geti ekki fengið þá körfuboltamenn, sem eiga ekki möguleika á því að komast í NBA, til að reyna fyrir sér í handbolta. Það ætti allavega að vera nóg að góðum íþróttamönnum í landinu til að búa til gott handboltalið. Það má hlusta þetta með því að smella hér en umræðan um Phil Jackson og handboltann hefst eftir rúmar þrettán mínútur.
Íslenski handboltinn Handbolti NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira