Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:15 Áreitaði átti sér stað í Mjóddinni að sögn Sveins Hjartar. Vísir/Stefán Þriggja barna faðir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að börnin hans hafi verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Vagnstjóri hafi ekki brugðist við. Forsvarsmenn Strætó eru með málið til skoðunar og ætla að nota til þess eftirlitsmyndavélabúnað úr vagninum. Faðirinn greindi frá áreitinu á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig maðurinn hafi rifið í son hans og tuktað hann til þegar vagninn var nýkominn. „Lýsingar og skelfing barnanna var náttúrulega svo augljós að þau eru ekkert að leika sér að ræða þetta,“ segir Sveinn Hjörtur um frásögn barna sinna sem lentu í áreitinu. Ölvuðum manninum var síðan hleypt inn í strætisvagninn eftir atvikið. Á ferðinni heim hélt áreitið áfram þegar maðurinn áreitti þau í orðum og kleip og þuklaði á stúlku sem sat í vagninum. „Í raun voru þau öll dauðskelkuð en tilbúin að verjast ef hinn ölvaði héldi áfram. Þeim fannst að vagnstjórinn sæi í speglinum hvað væri að gerast en hann gerði ekkert. Fljótlega yfirgáfu þau vagninn í ofboði og drifu sig heim,“ segir í færslu Sveins. Sveinn lét lögregluna vita af málinu.Höfðu samband og harma atvikiðÍ samtali við Vísi segir Sveinn að deildarstjóri frá Strætó hafi haft samband við sig í gærkvöldi og farið yfir atvikið með honum en Sveinn hafði viku áður rætt við starfsmann Strætó en ekki hefði komið neitt út úr því samtali. „Þeir harma mjög þessi mistök að starfsmaðurinn hafi ekki komið þessu til skila; farið bara í sumarfrí og ekki látið þetta fara áfram. Í sjálfu sér hefði aldrei neitt orðið úr þessu ef ég hefði ekki kannað þetta. Mér blöskraði bara hvernig þetta var. Ég hef áður gert athugasemdir við strætó fyrir einu og hálfu ári síðan og það voru engin viðbrögð. Það er ýmislegt sem ég tel, án þess að ég sé að deila á strætó, sem þarf að laga,“ segir Sveinn og telur að það þurfi að fara alvarlega yfir stöðuna hjá Strætó. „Við verðum að geta treyst því að börnin séu óhult,“ segir Sveinn en tekur fram að börnunum hans líði betur núna. Hann telur nauðsynlegt hjá Strætó að bæta við öryggisvörðum til að standa vaktina og að þeir séu tengdir við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.Brugðist rangt viðÁstríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó, sagði í samtali við Vísi að samkvæmt starfsreglum hefði vagnstjórinn átt að stöðva vagninn og hringja í lögreglu. „Þeir fá kennslu í því hvernig þeir eiga að bregðast við. Á öllum nýliðanámskeiðum er ítrekað hvernig eigi að bregðast við ef það er ógnandi farþegi,“ segir Ástríður. Búist er við að málið verið tekið fyrir á morgun og skoðað nánar. Öryggismyndavélar eru í öllum vögnum og segir Ástríður að myndefni úr þeim verði skoðað. Umræða um að hafa öryggisverði í vögnunum hefur ekki komið upp segir Ástríður en áréttar að öryggisreglur séu ávallt í endurskoðun. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þriggja barna faðir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að börnin hans hafi verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Vagnstjóri hafi ekki brugðist við. Forsvarsmenn Strætó eru með málið til skoðunar og ætla að nota til þess eftirlitsmyndavélabúnað úr vagninum. Faðirinn greindi frá áreitinu á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig maðurinn hafi rifið í son hans og tuktað hann til þegar vagninn var nýkominn. „Lýsingar og skelfing barnanna var náttúrulega svo augljós að þau eru ekkert að leika sér að ræða þetta,“ segir Sveinn Hjörtur um frásögn barna sinna sem lentu í áreitinu. Ölvuðum manninum var síðan hleypt inn í strætisvagninn eftir atvikið. Á ferðinni heim hélt áreitið áfram þegar maðurinn áreitti þau í orðum og kleip og þuklaði á stúlku sem sat í vagninum. „Í raun voru þau öll dauðskelkuð en tilbúin að verjast ef hinn ölvaði héldi áfram. Þeim fannst að vagnstjórinn sæi í speglinum hvað væri að gerast en hann gerði ekkert. Fljótlega yfirgáfu þau vagninn í ofboði og drifu sig heim,“ segir í færslu Sveins. Sveinn lét lögregluna vita af málinu.Höfðu samband og harma atvikiðÍ samtali við Vísi segir Sveinn að deildarstjóri frá Strætó hafi haft samband við sig í gærkvöldi og farið yfir atvikið með honum en Sveinn hafði viku áður rætt við starfsmann Strætó en ekki hefði komið neitt út úr því samtali. „Þeir harma mjög þessi mistök að starfsmaðurinn hafi ekki komið þessu til skila; farið bara í sumarfrí og ekki látið þetta fara áfram. Í sjálfu sér hefði aldrei neitt orðið úr þessu ef ég hefði ekki kannað þetta. Mér blöskraði bara hvernig þetta var. Ég hef áður gert athugasemdir við strætó fyrir einu og hálfu ári síðan og það voru engin viðbrögð. Það er ýmislegt sem ég tel, án þess að ég sé að deila á strætó, sem þarf að laga,“ segir Sveinn og telur að það þurfi að fara alvarlega yfir stöðuna hjá Strætó. „Við verðum að geta treyst því að börnin séu óhult,“ segir Sveinn en tekur fram að börnunum hans líði betur núna. Hann telur nauðsynlegt hjá Strætó að bæta við öryggisvörðum til að standa vaktina og að þeir séu tengdir við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.Brugðist rangt viðÁstríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó, sagði í samtali við Vísi að samkvæmt starfsreglum hefði vagnstjórinn átt að stöðva vagninn og hringja í lögreglu. „Þeir fá kennslu í því hvernig þeir eiga að bregðast við. Á öllum nýliðanámskeiðum er ítrekað hvernig eigi að bregðast við ef það er ógnandi farþegi,“ segir Ástríður. Búist er við að málið verið tekið fyrir á morgun og skoðað nánar. Öryggismyndavélar eru í öllum vögnum og segir Ástríður að myndefni úr þeim verði skoðað. Umræða um að hafa öryggisverði í vögnunum hefur ekki komið upp segir Ástríður en áréttar að öryggisreglur séu ávallt í endurskoðun.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira