Útilokar ekki að snúa aftur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Ólafur Arnarson útilokar ekki að snúa aftur á vettvang Neytendasamtakanna. Vísir/Ernir Ólafur Arnarson útilokar ekki að snúa aftur á vettvang Neytendasamtakanna. Það muni þó ekki gerast með núverandi stjórn. Ólafur sagði af sér sem formaður í gær. „Ég hef áhuga á neytendamálum og framgangur samtakanna er mér keppikefli. Það var ómögulegt að ná þeim markmiðum og þeirri sýn sem ég var kosinn til á þingi samtakanna í þessu óheilindaumhverfi. Í þessari ákvörðun felst ekki yfirlýsing um að ég muni aldrei framar koma nálægt samtökunum.“ Miklar deilur hafa verið innan stjórnar samtakanna undanfarið eftir að meirihluti stjórnar lýsti yfir vantrausti á Ólaf. Í yfirlýsingum stjórnarmanna kom fram að það hefði verið gert þar sem Ólafur hefði stofnað til óhóflegra útgjalda án aðkomu stjórnar. Fráfarandi formaður stendur fast á því að yfirlýsingar annarra stjórnarmanna séu ósannindi. Í öllum tilfellum hafi stjórninni verið kunnugt um þá samninga sem til stóð að gera. Fundargerðir og skjöl sýni svart á hvítu að stjórnin hafi falið varaformanni að skrifa undir ráðningarsamning við formann og fjármálastjóra að ganga frá því að útvega bifreið fyrir hann. „Það getur verið að stjórnarmönnum þyki þeir hafa gert mistök, þeir ekki kynnt sér málið eða finnist ég hafa haft áhrif á aðra stjórnarmenn og þeir lagst á sveif með mínum tillögum,“ segir Ólafur. „Þar er hins vegar ekki við mig að sakast. Stjórnarmenn verða sjálfir að bera ábyrgð á sínum ákvörðunum. “ Hann bætir við að í tilfelli samningsins um Neytandann hafi ekki verið staðið formlega rétt að samkomulaginu. „Ég viðurkenni að það voru mistök af minni hálfu. Hins vegar var annar stjórnarmaður við hlið mér í öllu ferlinu og öllum í stjórn var fullkunnugt um að til stæði að skrifa undir samninginn og að hann væri ekki ókeypis, alveg sama hvað fólk reynir að hlaupa frá ákvörðunum sínum.“ Í liðinni viku lagði Ólafur fram tillögu á stjórnarfundi um að öll stjórnin viki sæti og sett yrði þriggja manna neyðarstjórn yfir samtökin þar til ný stjórn yrði kosin á þingi samtakanna. Sú tillaga var felld. „Ég taldi þetta lausn sem menn ættu að geta fallist á væri þeim annt um samtökin og tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að þau gætu unnið sig úr þessari stöðu. Ég vonaði að menn myndu sjá út fyrir sjálfa sig, ég var tilbúinn til þess,“ segir Ólafur. Ég get bara dregið þá ályktun að menn séu ekki tilbúnir til að mæta félagsmönnum.“ Undanfarin ár hefur rekstur Neytendasamtakanna verið í mínus. Vísir/ErnirUndanfarin ár hefur rekstur Neytendasamtakanna verið í mínus. Velta samtakanna hefur verið um sjötíu milljónir á ári en útgjöld verið örfáum milljónum meiri. Ólafur segir að vandi þeirra felist ekki í útgjöldunum heldur tekjuöflun þeirra. „Undanfarin ár hafa samtökin nánast verið á líknardeild. Mér var alveg ljóst þegar ég tók við formennsku að það voru tveir möguleikar í stöðunni, annaðhvort að gerast göngumaður í líkfylgd eða spyrna við fæti og blása eldi í þær glæður sem þarna voru,“ segir Ólafur. Nánast frá upphafi virðast hafa verið samskiptaörðugleikar innan stjórnarinnar. Deilurnar snerust um skuldbindingar sem stjórnin sakar formann um að hafa gert í óþökk og án vitundar annarra stjórnarmanna. Um er að ræða samning um smáforritið Neytandann, kjör Ólafs og bílaleigubíl handa honum. Í öllum tilfellum segir Ólafur að stjórnarmenn og fjármálastjóri hafi verið meðvitaðir um hvað stóð til hverju sinni. Að mati Ólafs var lítill vilji til að sætta ólík sjónarmið og reiknar hann með að fullar sættir hafi náðst með því að hann stigi til hliðar. Markmiðið hafi ávallt verið að koma honum frá og skipti engu máli hver afdrif samtakanna verði við þann gjörning. „Það voru tveir frambjóðendur, auk mín, sem ætluðu sér formannsstólinn. Innan stjórnarinnar má síðan finna stjórnarmeðlimi sem ætluðu sér að starfa með sínum formanni en ekki mér,“ segir Ólafur. „Auðvitað á það ekki að skipta máli þó menn lendi ekki í stjórninni sem þeir ætluðu sér. Menn eiga að geta tekið höndum saman og horft fram hjá ágreiningi þótt þeir hafi verið í sitthvoru liðinu í kosningum.“ Eftir að erjurnar komu upp á yfirborðið hafa þær að stórum hluta farið fram í fjölmiðlum. Ummæli hafa fallið úr báðum áttum en Ólafur segir að sum ummæli og yfirlýsingar stjórnarinnar jaðri við að vera brot á meiðyrðalöggjöf. Ekki þurfi ríka sköpunargáfu til að lesa það út úr yfirlýsingum stjórnarinnar að hann hafi dregið sér fé úr sjóðum samtakanna. Það sé hins vegar af og frá og staðfesti varaformaður samtakanna í viðtali á dögunum að ekki væri grunur um slíkt. „Faðir minn [Örn Clausen hæstaréttarlögmaður] sagði eitt sinn að ef einhver hefur uppi meiðyrði við þig þá gleymist það á viku. Ef þú ferð í mál vegna þess þá vinnurðu mögulega málið en allir muna ummælin svo árum skiptir,“ segir Ólafur. „Ég ætla ekki að standa í því að láta hart mæta hörðu. Ég ætla ekki að fara að elta einstaklinga sem hafa gert á hlut minn og Neytendasamtökin hafa ekkert gert mér.“ Ólafur óttast mjög um framtíð samtakanna. Uppsagnarfrestur starfsmanna á skrifstofu þeirra renni út í lok september og þá taki óvissan við. Sökum ákvörðunar meirihluta stjórnarinnar um að segja upp ráðningarsamningum starfsfólks sé óvíst, og í raun vafasamt, hvort þjónustusamningur þeirra við ríkið verði endurnýjaður. Hann óttast að núverandi stjórn sé að sólunda því stórkostlega tækifæri sem felst í appinu Neytandanum, sem gæti orðið kjölfesta Neytendasamtakanna til langrar framtíðar. „Ég barðist mjög gegn því að ráðningarsamningum starfsfólks yrði sagt upp. Ég á bágt með að sjá hvernig stjórnvöld geta samið um áframhaldandi samstarf við samtök sem geta ekki sýnt með óyggjandi hætti að starfsemi þeirra haldi áfram. Þótt núverandi samningur sé ekki meirihluti tekna samtakanna er ljóst að ef hann skortir verður fótunum kippt undan Neytendasamtökunum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur segir sig frá formennsku Neytendasamtakanna Ólafur Arnarson sendir frá sér harorða yfirlýsingu þar sem hann segir stjórnina ljúga uppá sig. 10. júlí 2017 16:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ólafur Arnarson útilokar ekki að snúa aftur á vettvang Neytendasamtakanna. Það muni þó ekki gerast með núverandi stjórn. Ólafur sagði af sér sem formaður í gær. „Ég hef áhuga á neytendamálum og framgangur samtakanna er mér keppikefli. Það var ómögulegt að ná þeim markmiðum og þeirri sýn sem ég var kosinn til á þingi samtakanna í þessu óheilindaumhverfi. Í þessari ákvörðun felst ekki yfirlýsing um að ég muni aldrei framar koma nálægt samtökunum.“ Miklar deilur hafa verið innan stjórnar samtakanna undanfarið eftir að meirihluti stjórnar lýsti yfir vantrausti á Ólaf. Í yfirlýsingum stjórnarmanna kom fram að það hefði verið gert þar sem Ólafur hefði stofnað til óhóflegra útgjalda án aðkomu stjórnar. Fráfarandi formaður stendur fast á því að yfirlýsingar annarra stjórnarmanna séu ósannindi. Í öllum tilfellum hafi stjórninni verið kunnugt um þá samninga sem til stóð að gera. Fundargerðir og skjöl sýni svart á hvítu að stjórnin hafi falið varaformanni að skrifa undir ráðningarsamning við formann og fjármálastjóra að ganga frá því að útvega bifreið fyrir hann. „Það getur verið að stjórnarmönnum þyki þeir hafa gert mistök, þeir ekki kynnt sér málið eða finnist ég hafa haft áhrif á aðra stjórnarmenn og þeir lagst á sveif með mínum tillögum,“ segir Ólafur. „Þar er hins vegar ekki við mig að sakast. Stjórnarmenn verða sjálfir að bera ábyrgð á sínum ákvörðunum. “ Hann bætir við að í tilfelli samningsins um Neytandann hafi ekki verið staðið formlega rétt að samkomulaginu. „Ég viðurkenni að það voru mistök af minni hálfu. Hins vegar var annar stjórnarmaður við hlið mér í öllu ferlinu og öllum í stjórn var fullkunnugt um að til stæði að skrifa undir samninginn og að hann væri ekki ókeypis, alveg sama hvað fólk reynir að hlaupa frá ákvörðunum sínum.“ Í liðinni viku lagði Ólafur fram tillögu á stjórnarfundi um að öll stjórnin viki sæti og sett yrði þriggja manna neyðarstjórn yfir samtökin þar til ný stjórn yrði kosin á þingi samtakanna. Sú tillaga var felld. „Ég taldi þetta lausn sem menn ættu að geta fallist á væri þeim annt um samtökin og tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að þau gætu unnið sig úr þessari stöðu. Ég vonaði að menn myndu sjá út fyrir sjálfa sig, ég var tilbúinn til þess,“ segir Ólafur. Ég get bara dregið þá ályktun að menn séu ekki tilbúnir til að mæta félagsmönnum.“ Undanfarin ár hefur rekstur Neytendasamtakanna verið í mínus. Vísir/ErnirUndanfarin ár hefur rekstur Neytendasamtakanna verið í mínus. Velta samtakanna hefur verið um sjötíu milljónir á ári en útgjöld verið örfáum milljónum meiri. Ólafur segir að vandi þeirra felist ekki í útgjöldunum heldur tekjuöflun þeirra. „Undanfarin ár hafa samtökin nánast verið á líknardeild. Mér var alveg ljóst þegar ég tók við formennsku að það voru tveir möguleikar í stöðunni, annaðhvort að gerast göngumaður í líkfylgd eða spyrna við fæti og blása eldi í þær glæður sem þarna voru,“ segir Ólafur. Nánast frá upphafi virðast hafa verið samskiptaörðugleikar innan stjórnarinnar. Deilurnar snerust um skuldbindingar sem stjórnin sakar formann um að hafa gert í óþökk og án vitundar annarra stjórnarmanna. Um er að ræða samning um smáforritið Neytandann, kjör Ólafs og bílaleigubíl handa honum. Í öllum tilfellum segir Ólafur að stjórnarmenn og fjármálastjóri hafi verið meðvitaðir um hvað stóð til hverju sinni. Að mati Ólafs var lítill vilji til að sætta ólík sjónarmið og reiknar hann með að fullar sættir hafi náðst með því að hann stigi til hliðar. Markmiðið hafi ávallt verið að koma honum frá og skipti engu máli hver afdrif samtakanna verði við þann gjörning. „Það voru tveir frambjóðendur, auk mín, sem ætluðu sér formannsstólinn. Innan stjórnarinnar má síðan finna stjórnarmeðlimi sem ætluðu sér að starfa með sínum formanni en ekki mér,“ segir Ólafur. „Auðvitað á það ekki að skipta máli þó menn lendi ekki í stjórninni sem þeir ætluðu sér. Menn eiga að geta tekið höndum saman og horft fram hjá ágreiningi þótt þeir hafi verið í sitthvoru liðinu í kosningum.“ Eftir að erjurnar komu upp á yfirborðið hafa þær að stórum hluta farið fram í fjölmiðlum. Ummæli hafa fallið úr báðum áttum en Ólafur segir að sum ummæli og yfirlýsingar stjórnarinnar jaðri við að vera brot á meiðyrðalöggjöf. Ekki þurfi ríka sköpunargáfu til að lesa það út úr yfirlýsingum stjórnarinnar að hann hafi dregið sér fé úr sjóðum samtakanna. Það sé hins vegar af og frá og staðfesti varaformaður samtakanna í viðtali á dögunum að ekki væri grunur um slíkt. „Faðir minn [Örn Clausen hæstaréttarlögmaður] sagði eitt sinn að ef einhver hefur uppi meiðyrði við þig þá gleymist það á viku. Ef þú ferð í mál vegna þess þá vinnurðu mögulega málið en allir muna ummælin svo árum skiptir,“ segir Ólafur. „Ég ætla ekki að standa í því að láta hart mæta hörðu. Ég ætla ekki að fara að elta einstaklinga sem hafa gert á hlut minn og Neytendasamtökin hafa ekkert gert mér.“ Ólafur óttast mjög um framtíð samtakanna. Uppsagnarfrestur starfsmanna á skrifstofu þeirra renni út í lok september og þá taki óvissan við. Sökum ákvörðunar meirihluta stjórnarinnar um að segja upp ráðningarsamningum starfsfólks sé óvíst, og í raun vafasamt, hvort þjónustusamningur þeirra við ríkið verði endurnýjaður. Hann óttast að núverandi stjórn sé að sólunda því stórkostlega tækifæri sem felst í appinu Neytandanum, sem gæti orðið kjölfesta Neytendasamtakanna til langrar framtíðar. „Ég barðist mjög gegn því að ráðningarsamningum starfsfólks yrði sagt upp. Ég á bágt með að sjá hvernig stjórnvöld geta samið um áframhaldandi samstarf við samtök sem geta ekki sýnt með óyggjandi hætti að starfsemi þeirra haldi áfram. Þótt núverandi samningur sé ekki meirihluti tekna samtakanna er ljóst að ef hann skortir verður fótunum kippt undan Neytendasamtökunum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur segir sig frá formennsku Neytendasamtakanna Ólafur Arnarson sendir frá sér harorða yfirlýsingu þar sem hann segir stjórnina ljúga uppá sig. 10. júlí 2017 16:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ólafur segir sig frá formennsku Neytendasamtakanna Ólafur Arnarson sendir frá sér harorða yfirlýsingu þar sem hann segir stjórnina ljúga uppá sig. 10. júlí 2017 16:16