Innlent

Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25

Atli Ísleifsson skrifar
Upptök skjálftanna hafa verið við Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Upptök skjálftanna hafa verið við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Loftmyndir
Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld.

Skjálfti af stærð 4,0 varð á sama stað klukkan 13:55, en klukkan 11:40 varð skjálfti af stærð 3,9 með upptök um þremur kílómetrum austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og Garði. „Fjórir aðrir skjálfar yfir stærð 3 hafa mælst, þar af tveir af stærð 3,0 kl. 07:27 og kl. 07:56 og tveir af stærð 3,1 kl. 11:43 og 11:54. Margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar þessara skjálfta ,en skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins.“

Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld um skjálftahrinuna á Reykjanesi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×