Innlent

Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Upptök skjálftans voru við Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Upptök skjálftans voru við Fagradalsfjall á Reykjanesi. loftmyndir
Um 200 skjálftar hafa mælst í heildina við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Skjálftahrinan hófst snemma í morgun og hafa sjö þeirra verið yfir þrír á stærð. Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu.

Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir nokkuð algengt að stórir skjálftar séu á þessu svæði. Hún segir að skjálftahrinan sé enn í gangi.

„Stóru skjálftarnir voru sniðgengisskjálftar. Þetta var á Norður-Suður sprungu. Þetta er svona svipað og þegar það koma suðurlandsskjálftar, þetta er bara vegna flekaskilanna og jarðskorpuhreyfinga. Við tengjum þetta ekki við einhverjar kvikuhreyfingar,“ segir Hildur María í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×