Innlent

Annar snarpur skjálfti sem fannst vel víða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upptök skjálftans voru við Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Upptök skjálftans voru við Fagradalsfjall á Reykjanesi. loftmyndir
Annar snarpur skjálfti varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi klukkan 13:55 sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorni landsins.

Fyrstu mælingar benda til þess að hann hafi verið um fjórir af stærð eins og annar skjálfti sem varð skömmu fyrir hádegi í dag.

Skjálftinn tilheyrir jarðskjálftahrinu sem hófst snemma í morgun á Reykjanesskaganum en um og yfir 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu í dag.

Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ómögulegt væri að segja til um hvort hrinan væri fyrirboði frekari jarðhræringa.

Uppfært klukkan 14:21: Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er staðfest stærð skjálftans fjórir. Upptökin voru austan við Fagradalsfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×