Innlent

Jarðskjálftar upp á þrjá riðu yfir Reykjanesskaga

Kjartan Kjartansson skrifar
Veðurstofan
Tveir jarðskjálftar af stærðinni þrír skuku Reykjanes á áttunda tímanum í morgun. Upptök þeirra beggja voru norðaustur við Fagradalsfjall en fleiri minni skjálftar hafa verið þar í morgun.

Fyrri skjálftinn reið yfir kl. 7:27 í morgun. Á vefsíðu Veðustofunnar kemur fram að upptök hans voru á rétt tæplega fimm kílómetra dýpi, tæpur þremur kílómetrum austnorðaustur af Fagradalsfjalli.

Seinni skjálftinn gekk yfir hálftíma síðar. Sá átti upptök sín dýpra, á rúmlega tíu kílómetra dýpi, 2,7 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli.

Alls hafa fjórtán jarðskjálftar mælst á sömu slóðum frá því kl. 7:12 í morgun. Sá stærsti þeirra var 2,3 kl. 7:33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×