Norskur sparkfræðingur: Eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 19:45 Matthías Vilhjálmsson og Nicklas Bendtner. Vísir/Samsett/Getty Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti