Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. júlí 2017 15:45 Hér má sjá hendur drengsins eftir að dágóður tími er liðinn frá því að brunasárin byrjuðu að myndast. Sárin á vinstri hendi eru byrjuð að gróa. Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira