Yfir 20 manns greindir með sárasótt á fyrstu fimm mánuðum ársins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. júlí 2017 13:54 Fleiri greinast með kynsjúkdóma og virðist minni notkun smokksins vera hluta skýringarinnar. Vísir/GVA Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa 23 einstaklingar, 16 karlmenn og sjö konur, greinst með sárasótt. Á sama tímabili í fyrra greindust um 13 manns með sárasótt. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 33 einstaklingar, 20 karlmenn og 13 konur, greinst með lekanda. Hefur þeim fækkað frá því í fyrra en þá greindust rúmlega fjörutíu manns með kynsjúkdóminn. Þá hafa rúmlega 700 manns greinst með klamýdíu á fyrstu fimm mánuðum ársins og hafa átta verið greindir með HIV veiruna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem komu út nú í júlí og gefin eru út af embætti Landlæknis. Smokkurinn er talin vera besta vörnin gegn þessum sjúkdómum.Haraldur Briem, sóttvarnalæknir segir notkun á smokkum vera stöðuga á milli ára.Haraldur Briem, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að notkun á smokkum hafi í gegnum árin verið ansi stöðug. Hann segist ekki vera með nýlegar tölur fyrir framan sig en þau vilji að smokkar séu notaðir oftar. „Við eigum tölur í gegnum árin. Það sem hefur vakið athygli mína er að notkunin er býsna stöðug. Ég held að þetta sé eitthvað um hálf milljón smokka sem séu notaðir á ári, ef ég man þetta rétt,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er okkur mikið kappsmál að hvetja til þess að fólk noti smokka þar sem það þekkir ekki vel til makanna eða rekkjunautanna enda eru kynsjúkdómar núna verulegt vandamál. Við erum að sjá mikla aukningu í sárasótt og lekanda sem er býsna mikil. Það er afar brýnt að fólk hafi þetta í huga,“segir Haraldur. Hann segir sjúkdómana vera algengari hjá yngra fólki. „Þetta er náttúrulega ungt fólk sem er að lenda í þessu og mér finnst áhyggjuefni með sárasóttina og lekandann sem bæði kynin geta lent í að fá sem þýðir það að við erum ekki að nota smokkinn nógu mikið,“ segir Haraldur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. 11. júlí 2017 11:43 Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Maður sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis, eða sárasótt, segir fordóma fyrir hendi, sérstaklega í garð hinsegin fólks. Hann hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að spýta í lófana þegar kemur að forvörnum. 11. júní 2017 20:00 Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa 23 einstaklingar, 16 karlmenn og sjö konur, greinst með sárasótt. Á sama tímabili í fyrra greindust um 13 manns með sárasótt. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 33 einstaklingar, 20 karlmenn og 13 konur, greinst með lekanda. Hefur þeim fækkað frá því í fyrra en þá greindust rúmlega fjörutíu manns með kynsjúkdóminn. Þá hafa rúmlega 700 manns greinst með klamýdíu á fyrstu fimm mánuðum ársins og hafa átta verið greindir með HIV veiruna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem komu út nú í júlí og gefin eru út af embætti Landlæknis. Smokkurinn er talin vera besta vörnin gegn þessum sjúkdómum.Haraldur Briem, sóttvarnalæknir segir notkun á smokkum vera stöðuga á milli ára.Haraldur Briem, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að notkun á smokkum hafi í gegnum árin verið ansi stöðug. Hann segist ekki vera með nýlegar tölur fyrir framan sig en þau vilji að smokkar séu notaðir oftar. „Við eigum tölur í gegnum árin. Það sem hefur vakið athygli mína er að notkunin er býsna stöðug. Ég held að þetta sé eitthvað um hálf milljón smokka sem séu notaðir á ári, ef ég man þetta rétt,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er okkur mikið kappsmál að hvetja til þess að fólk noti smokka þar sem það þekkir ekki vel til makanna eða rekkjunautanna enda eru kynsjúkdómar núna verulegt vandamál. Við erum að sjá mikla aukningu í sárasótt og lekanda sem er býsna mikil. Það er afar brýnt að fólk hafi þetta í huga,“segir Haraldur. Hann segir sjúkdómana vera algengari hjá yngra fólki. „Þetta er náttúrulega ungt fólk sem er að lenda í þessu og mér finnst áhyggjuefni með sárasóttina og lekandann sem bæði kynin geta lent í að fá sem þýðir það að við erum ekki að nota smokkinn nógu mikið,“ segir Haraldur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. 11. júlí 2017 11:43 Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Maður sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis, eða sárasótt, segir fordóma fyrir hendi, sérstaklega í garð hinsegin fólks. Hann hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að spýta í lófana þegar kemur að forvörnum. 11. júní 2017 20:00 Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. 11. júlí 2017 11:43
Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Maður sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis, eða sárasótt, segir fordóma fyrir hendi, sérstaklega í garð hinsegin fólks. Hann hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að spýta í lófana þegar kemur að forvörnum. 11. júní 2017 20:00
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00