Borgarstjóri sem Duterte sakaði um ólögleg fíkniefnaviðskipti skotinn til bana Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 06:53 Fjölmargir hafa látið lífið í blóðugri herferð Duterte gegn fíkniefnum. Vísir/AFP Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra. Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra.
Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
„Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37
Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26
Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00