Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2017 15:17 Skipin setja út léttbáta og sigla með farþega að landi. vísir/jón pétursson Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson
Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57