Erlent

Tveir ákærðir vegna hryðjuverka í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftirlit á flugvöllum í Ástralíu var aukið í síðustu viku.
Eftirlit á flugvöllum í Ástralíu var aukið í síðustu viku. Vísir/AFP
Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks í Ástralíu. Þeir voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð í Sydney um helgina og eru sakaðir um að hafa ætlað sér að granda flugvél. Fjórir menn voru handteknir og hefur einum þeirra verið sleppt. Einn er enn í haldi lögreglu en hefur ekki verið ákærður.

Hættustig í flugi í Ástralíu var hækkað í „líklegt“ í síðustu viku, en hefur nú verið lækkað aftur í „mögulegt“, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu.



Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í dag að hættan væri liðin.

Mennirnir eru 49 og 32 ára og eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, verði þeir fundnir sekir. Yfirvöld í Ástralíu hafa ekki gefið út hvernig mennirnir hafi ætlað sér að granda flugvél en í fyrstu var talið að þeir hefðu ætlað að gera það með sprengju. Þá liggur ekki fyrir hvort þeir hafi verið með sérstaka flugleið eða flugfélag í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×