Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:13 Kolbrún var stödd í súpermarkaði á Römblunni þegar fólk þusti inn skelfingu lostið. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira