Skemmdarvargar brutust inn í hundrað ára gamla íslenska kirkju í Baldur Manitoba í Kanada um helgina og skemmdu þar styttu sem er mögulega jafn gömul og kirkjan. Bjórdósir voru skildar eftir í kirkjunni, bíblíustandur var brotinn og ókvæði höfðu verið skrifuð í gestabók kirkjunnar.
Í bókina höfðu skemmdavargarnir skrifað „Drink beer“ og „Haunt me“. Sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „drekktu bjór“ og „ásæktu mig“.
Don Gudnason, stjórnarmeðlimur Grund Frelsis kirkjunnar, sagði CBS að hann hefði verið kallaður til snemma á mánudaginn. Sagt var frá málinu á vef Ríkisútvarpsins í morgun.
„Það er erfitt að trúa því að einhver gæti komið inn í kirkju og gert þetta,“ sagði Don. Hann telur að minnst tveir hafi verið að verki og að söfnunarmeðlimir kikrjunnar séu hneykslaðir á framferði þessu.
Kirkjan er elsta íslenska kirkjan í Kanada og var byggð árið 1899. Hér má sjá Facebooksíðu kirkjunnar.
Erlent