Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 21:00 Móðir Oddrúnar og Ásthildar hafði glímt við alvarleg veikindi um árabil. Hún var með jaðarpersónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða en reyndi sitt besta til að halda heimili fyrir þrjár dætur sínar. Hún gerði nokkrar sjálfsvígstilraunir og lagðist oft inn á geðdeild. Í maí árið 2006 bað hún sjálf um innlögn á sjálfsvígsvakt vegna sjálfsvígshugsana. Innan við sólarhring síðar var dætrum hennar, sem þá voru fjórtán til sautján ára gamlar, tilkynnt um dauða hennar. Tvær af dætrunum ræddu mál móður sinnar í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Oddrún og Ásthildur ræddu mál móður sinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld„Við fengum aldrei að vita hvað gerðist. Við fengum aldrei nein svör og í raun fengum við að heyra að það væri ekki mælt með að láta okkur vita í smáatriðum," segir Oddrún Lára Friðgeirsdóttir. Systurnar fengu alltaf á tilfinninguna að dauðsfallið hafi verið óumflýjanlegt vegna veikinda móður þeirra - ekki að um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða. En fimm árum síðar fengu þær að lesa skýrslu lögreglunnar. „Þar fengum við að vita að hún hafi verið á vakt þar sem átti að líta inn til hennar á fimmtán mínútna fresti. En hún fannst eftir að hafa verið ein í tvo tíma og hún hafði þá notað beltið sitt, sem hafði ekki verið fjarlægt,“ bætir Oddrún við. „Við fáum ekki einu sinni afsökunarbeiðni eða neitt í kjölfarið. Það var engin ábyrgð tekin á því sem gerðist. Ábyrgðin var sett á þann sem leitaði til þeirra eftir hjálp,“ segir Ásthildur Embla, eldri systirin. „Við öll í þessu samfélagi eigum að geta leitað til Landspítala ef við treystum okkur ekki sjálf fyrir eigin lífi. Það er Ömurlegt að fólki sé vísað frá eða geti ekki treyst á að það sé öruggt þarna inni.“Myndataka í fermingu Oddrúnar, yngstu systurinnar, tæpu ári fyrir andlát móðurinnar.Umfjöllun um ungan mann sem svipti sig lífi á geðdeild í síðustu viku hefur rifið upp sárin enda héldu systurnar að tilfelli móður þeirra væri og yrði algjört einsdæmi. „Eftir að eitthvað svona gerist ætti að vera aðgerðir og farið ofan í saumana, en ellefu árum seinna er þetta að gerast aftur,“ segir Ásthildur. „Ég upplifði líka þegar ég horfði á fréttir í gær að það væri verið að tala um að þetta væri að gerast í fyrsta skipti,“ segir Oddrún. Systurnar vilja þó ítreka að geðdeild sé sá staður sem fólk í vanda á að leita til en vona að umræðan síðustu daga verði til þess að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar svo svona atvik gerist aldrei aftur. Þær segjast ekki áfellast starfsfóklið. „Heldur kerfinu í heild sem er að bregðast. Það er niðurskurður á kerfi sem er þegar brotið,“ segir Oddrún. Tengdar fréttir Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Móðir Oddrúnar og Ásthildar hafði glímt við alvarleg veikindi um árabil. Hún var með jaðarpersónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða en reyndi sitt besta til að halda heimili fyrir þrjár dætur sínar. Hún gerði nokkrar sjálfsvígstilraunir og lagðist oft inn á geðdeild. Í maí árið 2006 bað hún sjálf um innlögn á sjálfsvígsvakt vegna sjálfsvígshugsana. Innan við sólarhring síðar var dætrum hennar, sem þá voru fjórtán til sautján ára gamlar, tilkynnt um dauða hennar. Tvær af dætrunum ræddu mál móður sinnar í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Oddrún og Ásthildur ræddu mál móður sinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld„Við fengum aldrei að vita hvað gerðist. Við fengum aldrei nein svör og í raun fengum við að heyra að það væri ekki mælt með að láta okkur vita í smáatriðum," segir Oddrún Lára Friðgeirsdóttir. Systurnar fengu alltaf á tilfinninguna að dauðsfallið hafi verið óumflýjanlegt vegna veikinda móður þeirra - ekki að um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða. En fimm árum síðar fengu þær að lesa skýrslu lögreglunnar. „Þar fengum við að vita að hún hafi verið á vakt þar sem átti að líta inn til hennar á fimmtán mínútna fresti. En hún fannst eftir að hafa verið ein í tvo tíma og hún hafði þá notað beltið sitt, sem hafði ekki verið fjarlægt,“ bætir Oddrún við. „Við fáum ekki einu sinni afsökunarbeiðni eða neitt í kjölfarið. Það var engin ábyrgð tekin á því sem gerðist. Ábyrgðin var sett á þann sem leitaði til þeirra eftir hjálp,“ segir Ásthildur Embla, eldri systirin. „Við öll í þessu samfélagi eigum að geta leitað til Landspítala ef við treystum okkur ekki sjálf fyrir eigin lífi. Það er Ömurlegt að fólki sé vísað frá eða geti ekki treyst á að það sé öruggt þarna inni.“Myndataka í fermingu Oddrúnar, yngstu systurinnar, tæpu ári fyrir andlát móðurinnar.Umfjöllun um ungan mann sem svipti sig lífi á geðdeild í síðustu viku hefur rifið upp sárin enda héldu systurnar að tilfelli móður þeirra væri og yrði algjört einsdæmi. „Eftir að eitthvað svona gerist ætti að vera aðgerðir og farið ofan í saumana, en ellefu árum seinna er þetta að gerast aftur,“ segir Ásthildur. „Ég upplifði líka þegar ég horfði á fréttir í gær að það væri verið að tala um að þetta væri að gerast í fyrsta skipti,“ segir Oddrún. Systurnar vilja þó ítreka að geðdeild sé sá staður sem fólk í vanda á að leita til en vona að umræðan síðustu daga verði til þess að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar svo svona atvik gerist aldrei aftur. Þær segjast ekki áfellast starfsfóklið. „Heldur kerfinu í heild sem er að bregðast. Það er niðurskurður á kerfi sem er þegar brotið,“ segir Oddrún.
Tengdar fréttir Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41