Ingvar Jónsson og félagar í Sandefjord eru komnir upp í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Sogndal á heimavelli í kvöld.
Þetta var þriðji sigur Sandefjord í röð en Ingvar hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur sigurleikjum.
Sandefjord komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Håvard Storbæk kom boltanum í mark Sogndal.
Reiss Greenidge jafnaði metin á 48. mínútu og allt stefndi í jafntefli. En þegar mínúta var til leiksloka skoraði Erik Mjelde sigurmark Sandefjord.
Ingvar hefur leikið 18 af 19 leikjum Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í sumar.

