Fótbolti

Rúnar Alex stóð í marki Nordsjælland í stórsigri á FCK | Úrslit úr leikjum dagsins í Danmörku

Elías Orri Njarðarson skrifar
Rúnar Alex hélt marki sínu hreinu í dag
Rúnar Alex hélt marki sínu hreinu í dag visir/getty
Þremur leikjum er nú lokið í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.



FC Midtjylland - Lyngby 1-1

FC Midtjylland og Lyngby gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Midtjylland í dag. Hallgrímu Jónasson byrjaði á varamannabekk Lyngby  en kom inn á á 44. mínútu.

Heimamenn í FC Midtjylland komust yfir í leiknum á 35. mínútu og stefndi allt í sigur FC Midtjylland en David Boysen jafnaði metin fyrir Lyngby á 90. mínútu og skiptu því liðin með sér stigunum.

Bröndby - AC Horsens 2-0

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bröndby. Kjartan Henry Finnbogason spilaði einnig allan leikinn fyrir Horsens en tókst ekki að skora í leiknum.

Johann Larsson kom heimamönnum í Bröndby yfir í leiknum á 61. mínútu. Allt stefndi í eins marks sigur Bröndby en á 90. mínútu fengu Bröndby-menn vítaspyrnu sem Kamil Wilczek tók, en hann lét Jesse Joronen, markvörð Horsens, verja frá sér. Jan Kliment var hinsvegar fyrstur að átta sig á málunum og potaði boltanum yfir marklínuna og skoraði annað mark Bröndby í leiknum og þar við sat.



FC Nordsjælland - FC Köbenhavn 3-0

FC Nordsjælland sigraði FC Köbenhavn 3-0 í dag. Rúnar Alex Rúnarsson stóð allan tímann í marki Nordsjælland.

Godsway Donyoh kom Nordsjælland yfir á 27. mínútu og sex mínútum síðar bætti Emiliano Marcondes öðru marki Nordsjælland við.

Peter Ankersen fékk beint rautt spjald á 57. mínútu og því róðurinn þungur fyrir FCK.

Á 83. mínútu skoraði svo Ernest Asante þriðja mark Nordsjælland í leiknum og öruggur 3-0 sigur Nordsjælland var í höfn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×