Innlent

Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt

Kjartan Kjartansson skrifar
Bárðarbunga er eitt öflugasta eldfjall landsins.
Bárðarbunga er eitt öflugasta eldfjall landsins. Vísir/Magnús Tumi.
Tveir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í Bárðarbungu um klukkan tvö í nótt. Annar minni skjálfti mældist á milli hinna tveggja.

Fyrsti skjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín 5,6 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu samvæmt vef Veðurstofu Íslands. Hann reið yfir kl. 1:42.

Annar skjálfti fylgdi strax í kjölfarið upp á 2,7 og þremur mínútum síðar gekk sá stærsti yfir, að stærðinni 4,2.

Allir skjálftanir áttu upptök sín á bilinu 5,3-8,2 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu á um það bil kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×