Fótbolti

Mbappe í hóp hjá Monaco í dag

Elías Orri Njarðarson skrifar
Kylian Mbappe á ferðinni með Monaco
Kylian Mbappe á ferðinni með Monaco visir/getty
Kylian Mbappe, ungstirnið hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er óvænt skráður í hóp liðsins fyrir leik gegn Marseille í dag. Mbappe hefur undanfarið verið orðaður við brottför frá félaginu.

Mbappe, sem er 18 ára gamall, skaust fram á sjónarsviðið með frábærri frammistöðu sinni með Monaco á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við brottför frá Monaco yfir til Paris-Saint Germain, en talið er að Parísarliðið vilji borga allt að 166 milljónir punda fyrir þjónustu Frakkans unga.

Framherjinn knái var ekki í hópi Monaco í síðustu umferð gegn Metz og var þar áður ónotaður varamaður í 4-1 sigri á Dijon í umferðinni þar á undan.

Það kemur því örlítið á óvart að Mbappe sé valinn í hóp hjá liðinu fyrir leikinn í dag og athyglisvert er að sjá hvort að áhugi PSG á leikmanninum hefur minnkað og hann haldi kyrru fyrir í Monaco.






Tengdar fréttir

Fullyrt að Mbappe semji við PSG

Muni elta Brasilíumanninn Neymar til PSG sem er sagt ætla að greiða 180 milljónir evra fyrir ungstirnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×