Lewis Hamilton á ráspól á Spa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. ágúst 2017 12:45 Lewis Hamilton var í sérflokki í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Hamilton jafnaði þar með met Michael Schumacher yfir ráspóla á ferlinum. Báðir hafa þeir náð 68 ráspólum. Hamilton gerði það í 200 keppnum en keppnin um helgina er hans tvönhudraðasta.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í lotunni og Vettel var annar. Fyrstu sex ökumennirnir voru ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull eins og við var að búast. Munurinn á Hamilton sem var fljótastur og Ricciardo sem var sjötti var innan við sekúnda. Í fyrstu lotu féllu Sauber ökumennirnir út ásamt Williams ökumönnum og Daniil Kvyat á Toro Rosso.Önnur lotaRaikkonen var að glíma við titring í bíl sínum sem hefur eflaust tafið hann aðeins. Hann hafði einnig titring að glíma við í fyrstu lotu. Hamilton var fyrstur til að setja hring í annarri lotu og það var á nýju brautarmeti, 1:43,539. Hann bætti metið svo aftur innan sömu lotu og fór 1:42,927. Bottas varð annar í lotunni, þriðjung úr sekúndu á eftir Hamilton. Í þriðju lotu féllu McLaren ökumennirnir út ásamt Haas ökumönnum og Carlos Sainz á Toro Rosso.Sebastian Vettel gat strítt Mercedes undir lok tímatökunnar.Vísir/GettyÞriðja lotaTíu fljótustu eftir niðurskurði í tveimur undanfarandi lotum glímdu um ráspólinn í þriðju lotunni. Jolyon Palmer á Reanutl nam staðar á brautinni og mikill reykur steig upp úr bíl hans. Olíuþrýstingu á gírkassanum féll. Hamilton setti enn eitt brautarmetið í þriðju lotunni 1:42,907. Hann bætti sig svo enn frekar í seinni tilraun í þriðju lotu. Ráspólstími hans var 1:42,553. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30 Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45 Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Hamilton jafnaði þar með met Michael Schumacher yfir ráspóla á ferlinum. Báðir hafa þeir náð 68 ráspólum. Hamilton gerði það í 200 keppnum en keppnin um helgina er hans tvönhudraðasta.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í lotunni og Vettel var annar. Fyrstu sex ökumennirnir voru ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull eins og við var að búast. Munurinn á Hamilton sem var fljótastur og Ricciardo sem var sjötti var innan við sekúnda. Í fyrstu lotu féllu Sauber ökumennirnir út ásamt Williams ökumönnum og Daniil Kvyat á Toro Rosso.Önnur lotaRaikkonen var að glíma við titring í bíl sínum sem hefur eflaust tafið hann aðeins. Hann hafði einnig titring að glíma við í fyrstu lotu. Hamilton var fyrstur til að setja hring í annarri lotu og það var á nýju brautarmeti, 1:43,539. Hann bætti metið svo aftur innan sömu lotu og fór 1:42,927. Bottas varð annar í lotunni, þriðjung úr sekúndu á eftir Hamilton. Í þriðju lotu féllu McLaren ökumennirnir út ásamt Haas ökumönnum og Carlos Sainz á Toro Rosso.Sebastian Vettel gat strítt Mercedes undir lok tímatökunnar.Vísir/GettyÞriðja lotaTíu fljótustu eftir niðurskurði í tveimur undanfarandi lotum glímdu um ráspólinn í þriðju lotunni. Jolyon Palmer á Reanutl nam staðar á brautinni og mikill reykur steig upp úr bíl hans. Olíuþrýstingu á gírkassanum féll. Hamilton setti enn eitt brautarmetið í þriðju lotunni 1:42,907. Hann bætti sig svo enn frekar í seinni tilraun í þriðju lotu. Ráspólstími hans var 1:42,553. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30 Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45 Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30
Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45
Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00
Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti