Skýr merki um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 10:33 Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Vísir/pjetur Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“ Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“
Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00
Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15
Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00