Fótbolti

Gylfi maður leiksins hjá BBC og Liverpool Echo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af sínum bestu mörkum á ferlinum.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af sínum bestu mörkum á ferlinum. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Hajduk Split í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Markið var gullfallegt. Þegar 14 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Gylfi með skoti af tæplega 50 metra færi yfir Dante Stipica, markvörð Hajduk Split.

Gylfi fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í gær og var m.a. valinn maður leiksins hjá BBC og Liverpool Echo.

Í umsögn BBC segir að með markinu hafi Gylfi sýnt að hann sé hverrar krónu virði, sérstaklega eins og ástandið á félagaskiptamarkaðinum sé núna. Þar segir einnig að þótt Gylfi hafi ekki verið mjög áberandi í leiknum hafi hann komið með mikilvægt framlag þegar þess þurfti.

Gylfi fékk 9 í einkunn hjá Liverpool Echo. Þar segir að jafnvel áður en hann skoraði hafi frammistaða hans verið góð.

Gylfi hafi pressað stíft og haldið boltanum vel. Síðan hafi hann skorað besta fyrsta mark leikmanns fyrir Everton í manna minnum. Þar segir einnig að íslenski landsliðsmaðurinn hafi róað taugar stuðningsmanna Everton með markinu og gert leikinn eftirminnilegan.


Tengdar fréttir

Sjáðu undramark Gylfa Þórs

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×