Lét reiði sína í ljós með því að búa til stólafjall Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 13:40 Ingvar Högni, starfsmaður Café París, náði myndum af stólahrúgunni. Það hlýtur að hafa verið gífurlegt þolinmæðisverk að raða stólunum upp þannig að fjallið héldi. Ingvar Högni Ragnarsson Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira