Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:07 Mælingin var gerð í Sundahöfn, en skemmtiferðaskip ferðast um landið hvert sumar og mörg hver stoppa á nokkrum stöðum á landinu. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.” Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.”
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira