Erlent

Greiða bætur vegna nýfæddrar stúlku sem fór heim með röngum foreldrum

Atli Ísleifsson skrifar
Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ruglingurinn hlyti að hafa átt sér stað strax eftir fæðinguna.
Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ruglingurinn hlyti að hafa átt sér stað strax eftir fæðinguna. Vísir/Getty
Austurrísk heilbrigðisyfirvöld hafa verið dæmd til að greiða 90 þúsund evrur í skaðabætur eftir að stúlkubarn var sent heim með rangri fjölskyldu þegar hún kom í heiminn árið 1990.

Konan, Doris Gruenwald, komst ekki að því fyrr en í blóðprufu þegar hún var 22 ára að hún væri ekkert skyld foreldrum sínum.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ruglingurinn hlyti að hafa átt sér stað strax eftir fæðinguna, þegar móðirin var að jafna sig á keisaraskurði. Doris fær skaðabætur og einnig „fósturforeldrar“ hennar.

Doris veit enn ekki hverjir líffræðilegir foreldrar hennar eru og hin stúlkan sem fæddist þennan dag í Graz er einnig grunlaus, enn sem komið er, þrátt fyrir að spítalinn hafi nú í heilt ár hvatt fólk, sem fæddist á þessu tímabili í Graz til að koma í DNA-próf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×