Gefa grænt ljós á gámabyggðir í Kaupmannahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 13:27 Svona líta gámaíbúðir CPH Villlage út. Mynd/CPH Village Borgarstjóri tækni- og umhverfismála í Kaupmannahöfn hefur gefið grænt ljós á að reistar verði gámabyggðir svo leysa megi húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks í borginni. Það skilyrði er sett að gámabyggðirnar verði tímabundnar og reistar á svæði þar sem engar áætlanir eru uppi um að þróa frekari byggð. Þá er einnig sett skilyrði fyrir því að hægt verði að flytja gámana á brott þegar landsvæðið sem nýtt verður undir þá verður skipulagt undir byggð. „Fyrstu umsókninni hefur verið skilað inn. Ef allt er eins og það á að vera munum við samþykkja hana og þá verður hægt að byggja. Þetta mun taka þrjár til fjórar vikur ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði,“ segir Morten Kabell, borgarstjóri umhverfis- og tæknimála í samtali við Politiken.Grænu svæðin tákna þau svæði þar sem reiknað er með að heimilt verði að reisa gámabyggðir.Vill reisa tvö þúsund íbúðir fyrir 2020 Kallað hefur verið eftir því að Kabell gefi grænt ljós á slíkar framkvæmdir en ný skipulagslög heimila að reistar séu tímabundin íbúðarhúsnæði á svæðum þar sem ekki er fyrirhugað að þróa byggð.Frederick Noltenius Busk, stofnandi CPH Village, er einn þeirra sem hyggst reisa gámaíbúðir á þeim svæðum sem það er heimilt. Hann segist geta byggt tvö þúsund slíkar íbúðir fyrir árslok 2020. Horft er hýru auga til Refshale-eyju þar sem áður var mikið iðnaðarsvæði. Er reiknað með að 15-20 íbúar geti flutt inn fyrir 1. nóvember og snemma á næsta ári verði allt að 175 gámaíbúðir komnar í notkun. Busk reiknar með að hámarksleiga verði um fjögur þúsund danskar krónur á mánuði, um 70 þúsund íslenskrar krónur. Eldhús verður í hverri íbúð en baðherbergi verður deilt með nágrönnunum. Húsnæðisvandi ungra stúdenta í Kaupmannahöfn er töluverður. Talið er að leigan á opnum leigumarkaði þar hafi hækkað um 51 prósent á árunum 2010 til 2016. Er vonast til þess að gámabyggðirnar geti slegið á þann vanda. Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Borgarstjóri tækni- og umhverfismála í Kaupmannahöfn hefur gefið grænt ljós á að reistar verði gámabyggðir svo leysa megi húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks í borginni. Það skilyrði er sett að gámabyggðirnar verði tímabundnar og reistar á svæði þar sem engar áætlanir eru uppi um að þróa frekari byggð. Þá er einnig sett skilyrði fyrir því að hægt verði að flytja gámana á brott þegar landsvæðið sem nýtt verður undir þá verður skipulagt undir byggð. „Fyrstu umsókninni hefur verið skilað inn. Ef allt er eins og það á að vera munum við samþykkja hana og þá verður hægt að byggja. Þetta mun taka þrjár til fjórar vikur ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði,“ segir Morten Kabell, borgarstjóri umhverfis- og tæknimála í samtali við Politiken.Grænu svæðin tákna þau svæði þar sem reiknað er með að heimilt verði að reisa gámabyggðir.Vill reisa tvö þúsund íbúðir fyrir 2020 Kallað hefur verið eftir því að Kabell gefi grænt ljós á slíkar framkvæmdir en ný skipulagslög heimila að reistar séu tímabundin íbúðarhúsnæði á svæðum þar sem ekki er fyrirhugað að þróa byggð.Frederick Noltenius Busk, stofnandi CPH Village, er einn þeirra sem hyggst reisa gámaíbúðir á þeim svæðum sem það er heimilt. Hann segist geta byggt tvö þúsund slíkar íbúðir fyrir árslok 2020. Horft er hýru auga til Refshale-eyju þar sem áður var mikið iðnaðarsvæði. Er reiknað með að 15-20 íbúar geti flutt inn fyrir 1. nóvember og snemma á næsta ári verði allt að 175 gámaíbúðir komnar í notkun. Busk reiknar með að hámarksleiga verði um fjögur þúsund danskar krónur á mánuði, um 70 þúsund íslenskrar krónur. Eldhús verður í hverri íbúð en baðherbergi verður deilt með nágrönnunum. Húsnæðisvandi ungra stúdenta í Kaupmannahöfn er töluverður. Talið er að leigan á opnum leigumarkaði þar hafi hækkað um 51 prósent á árunum 2010 til 2016. Er vonast til þess að gámabyggðirnar geti slegið á þann vanda.
Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira