Erlent

Hatursglæpum gegn hinsegin fólki fjölgaði

Vettvangur árásarinnar á næturklúbbinn Pulse í Flórída. Fréttablaðið/EPA
Vettvangur árásarinnar á næturklúbbinn Pulse í Flórída. Fréttablaðið/EPA
Bandaríkin Árið 2016 var það mannskæðasta fyrir hinsegin Bandaríkjamenn samkvæmt nýrri rannsókn National Coalition of Anti-Violence Programs. The Daily Beast greinir frá því að þó að meira að segja árásin í Pulse-næturklúbbnum í Flórída sé tekin út fyrir sviga hafi hatursmorð gegn hinsegin Bandaríkjamönnum aukist um 17 prósent milli áranna 2015 og 2016. Rannsóknin sýnir að litaðir hinsegin Bandaríkjamenn eigi sérstaklega undir högg að sækja þegar kemur að ofbeldi gegn hinsegin fólki. Einnig hafi margt transfólk verið myrt á árinu. Í skýrslunni kemur fram að 77 manns hafi verið myrtir út af hatri gegn hinsegin fólki í Bandaríkjunum árið 2016. Samkvæmt skýrslunni voru yfir 1.000 hatursárásir gerðar gegn hinsegin fólki, sem leiddu ekki til dauða þeirra, árið 2016. – sg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×