Að minnsta kosti tveir sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa fallið en lítið er vitað um málið að öðru leyti, að svo stöddu.
Í frétt BBC segir að verksmiðjan sé sögð vera í grennd við borgina Hama.
Ísraelar hafa ekki tjáð sig um málið og gera það raunar mjög sjaldan þegar kemur að árásum á Sýrland, sem hafa verið fjölmargar síðustu árin.