Erlent

Karlar vænta hærri launa

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Karlar biðja um hærri laun en konur.
Karlar biðja um hærri laun en konur. vísir/valli
Karlar krefjast að meðaltali yfir átta þúsundum sænskra króna hærri launa en konur. Það samsvarar um 106 þúsundum íslenskra króna. Þetta eru niðurstöður könnunar vinnumiðlunarinnar Jurek í Svíþjóð sem skráði launakröfur 1.200 manns í fyrra og á þessu ári.

Viðkomandi, sem eru við lögfræðistörf og störf í viðskiptageiranum, voru spurðir hverjar væru væntingar þeirra um laun í næsta starfi.

Framkvæmdastjóri Jurek, Shervin Razani, segir í viðtali við Dagens Industri að karlar hafi oft tilhneigingu til að ofmeta hæfni sína og krefjist hærri launa en vænta megi með tilliti til starfsins. Konur vanmeti hins vegar hæfni sína. Hvort tveggja eigi þátt í óréttlátum launum.

Til að jafna muninn þurfi vinnumiðlanir að gefa bæði fyrirtækjum og umsækjendum ráð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×