Erlent

Indverskur fréttamaður skotinn til bana

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögregluyfirvöld ræddu við aragrúa fjölmiðla fyrir utan heimili hennar eftir morðið.
Lögregluyfirvöld ræddu við aragrúa fjölmiðla fyrir utan heimili hennar eftir morðið. Vísir/AFP
Gari Lankesh, ritstjóri indverska vikublaðsins Lankesh Patrike, fannst látin á heimili sínu í Bengaluru í dag. Lögreglan telur ljóst að hún hafi verið skotin til bana. Reuters greinir frá.

Lankesh var þekkt fyrir að gagnrýna hugmyndafræði hægri manna og beindi hún skrifum sínum ósjaldan að stjórnmálamönnum sem fylgdu þeirri stefnu. Þá gagnrýndi hún einnig öfga-hindúisma og taldi að margir Indverjar væru of trúaðir.

Stjórnmálamenn, fréttamenn og aðgerðarinnar á Indlandi hafa lýst yfir mikilli reiði í dag og sagt morðið vera ógn við mál- og skoðanafrelsi í landinu.

Ríkisstjóri KarnatakaSiddaramaiah, sagði að morðið væri morð á lýðræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×