Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 12:01 Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Vísir/Pjetur Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira