María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 07:02 María áður en hún gekk á land á Dóminíku. Vísir/AP Forsætisráðherra Dóminíku lýsir eyðileggingu fellibyljarins Maríu sem algjörri tortímingu. Skömmu áður en María gekk á land á eyjunni varð hún að fimmta stigs fellibyl - jafn öflugum og Irma sem gekk þar yfir í upphafi mánaðarins. „Við erum búin að tapa öllu sem peningar geta keypt,“ sagði forsætisráðherrann Roosevelt Skerrit í Facebook-færslu í gær. Skömmu áður hafði hann lýst því hvernig vindstyrkurinn hafði rifið þakið af húsi hans og að hann bæði Maríu um vægð. Honum var bjargað skömmu síðar. Mest óttast forsætisráðherrann flóð og aurskriður í kjölfar rigninganna sem Maríu hafa fylgt. Þau gætu valdið miklu tjóni og mannskaða.Færsla forsætisráðherrans í gærkvöldi.FacebookMaría fetar nokkurn veginn sömu slóð og Irma gerði en Hléborðseyjar fundu fyrst fyrir Maríu. Dóminíka er syðsta eyjan í klasanum. Eftir að María gekk yfir eyjuna minnkaði styrkur henni og er hún fjórða stigs fellibylur sem stendur. Þó telja veðurfræðingur að styrkur hennar gæti aukist er hún gengur í átt að Púertó Ríkó og Jómfrúareyjum. Forsætisráðherra Dóminíku lýsir tjóninu á eyjunni sem algjörri tortímingu og að hann sé gáttaður á umfangi eyðileggingarinnar. Blaðamaður á eyjunni segir í samtali við BBC að ástandið hefði versnað „mikið, hratt. Við vitum ekki ennþá hvert ástandið verður eftir að það lægir. Það eina sem ég get sagt er að þetta lítur ekki vel út fyrir Dóminíku sem stendur,“ sagði blaðamaðurinn Curtis Matthew.Búið er að loka öllum höfnum og flugvöllum á eyjunni og hefur íbúum strandbæja verið gert að forða sér í neyðarskýli. Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan. Dóminíka Tengdar fréttir María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Forsætisráðherra Dóminíku lýsir eyðileggingu fellibyljarins Maríu sem algjörri tortímingu. Skömmu áður en María gekk á land á eyjunni varð hún að fimmta stigs fellibyl - jafn öflugum og Irma sem gekk þar yfir í upphafi mánaðarins. „Við erum búin að tapa öllu sem peningar geta keypt,“ sagði forsætisráðherrann Roosevelt Skerrit í Facebook-færslu í gær. Skömmu áður hafði hann lýst því hvernig vindstyrkurinn hafði rifið þakið af húsi hans og að hann bæði Maríu um vægð. Honum var bjargað skömmu síðar. Mest óttast forsætisráðherrann flóð og aurskriður í kjölfar rigninganna sem Maríu hafa fylgt. Þau gætu valdið miklu tjóni og mannskaða.Færsla forsætisráðherrans í gærkvöldi.FacebookMaría fetar nokkurn veginn sömu slóð og Irma gerði en Hléborðseyjar fundu fyrst fyrir Maríu. Dóminíka er syðsta eyjan í klasanum. Eftir að María gekk yfir eyjuna minnkaði styrkur henni og er hún fjórða stigs fellibylur sem stendur. Þó telja veðurfræðingur að styrkur hennar gæti aukist er hún gengur í átt að Púertó Ríkó og Jómfrúareyjum. Forsætisráðherra Dóminíku lýsir tjóninu á eyjunni sem algjörri tortímingu og að hann sé gáttaður á umfangi eyðileggingarinnar. Blaðamaður á eyjunni segir í samtali við BBC að ástandið hefði versnað „mikið, hratt. Við vitum ekki ennþá hvert ástandið verður eftir að það lægir. Það eina sem ég get sagt er að þetta lítur ekki vel út fyrir Dóminíku sem stendur,“ sagði blaðamaðurinn Curtis Matthew.Búið er að loka öllum höfnum og flugvöllum á eyjunni og hefur íbúum strandbæja verið gert að forða sér í neyðarskýli. Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan.
Dóminíka Tengdar fréttir María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15