Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. september 2017 07:00 Það er margfalt ódýrara að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. vísir/eyþór Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira