Fótbolti

18 særðir á leik Amiens og Lille

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svipmyndir frá vellinum í dag
Svipmyndir frá vellinum í dag Mynd/BBC
Þrír stuðningsmenn á leik Amiens og Lille voru alvarlega slasaðir þegar handrið féll á Licorne vellinum í Frakklandi.

Að minnsta kosti 18 manns særðust þegar stuðningsmenn féllu úr áhorfendastúkunni og niður á völlinn er handriðið féll, um eins og hálfs metra fall.

Atvikið átti sér stað á 16. mínútu leiksins þegar stuðningsmenn fögnuðu marki Fode Ballo-Toure.

Leikurinn var flautaður af eftir atvikið og stuðningsmenn látnir yfirgefa völlinn.

Franska blaðið L'Equpe segir forseta Amiens, Bernard Joannin, kenna stuðningsmönnum Lille um.

„Lögreglan hafði varað okkur við að um 200 öfgafullir stuðningsmenn væru á svæði stuðningsmanna Lille,“ sagði Joannin.

Ein forráðamanna Lille, Marc Ingla, tók til samfélagsmiðla til að láta sína skoðun í ljós.

„Yfirlýsing forseta Amiens er óábyrgðarfull,“ sagði hann á Twitter.

Í yfirlýsingu frá félaginu sjálfu segir: „Amiens og forráðamenn félagsins vilja lýsa yfir stuðningi við særða stuðningsmenn Lille og fjölskyldur þeirra og segja að heilsa þeirra er mikilvægari en allt annað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×