Fótbolti

Sif hafði betur gegn Glódísi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sif í leik með íslenska landsliðinu
Sif í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty
Boðið var upp á Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Sif Atladóttir og stöllur hennar í Kristianstad fengu stórlið Rosengard í heimsókn en Glódís Perla Viggósdóttir spilar með síðarnefnda liðinu.

Þær voru báðar á sínum stað í byrjunarliðinu og léku allan leikinn sem lauk með 2-1 sigri Kristianstad. Óvænt úrslit því fyrir leikinn munaði þrettán stigum á liðunum sem eru í öðru og sjötta sæti deildarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Á sama tíma lék Anna Björk Kristjánsdóttir allan leikinn í vörn Bunkeflo sem beið lægri hlut fyrir Vittsjö, 0-2.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×