Fótbolti

Þrjú lönd vilja halda HM saman í Suður-Ameríku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi og Suarez taka þátt í að kynna umsókn sinna þjóða.
Messi og Suarez taka þátt í að kynna umsókn sinna þjóða. vísir/getty
Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ ætla að sækja um að fá að halda HM í knattspyrnu árið 2030 en þá verða hundrað ár liðin frá fyrsta heimsmeistaramótinu.

Fyrsta mótið fór einmitt fram í Úrúgvæ og því finnst mörgum vel við hæfi að það verði spilað þar á 100 ára afmæli mótsins.

Mótið er aftur á móti af þeirri stærðargráðu í dag að nokkrar þjóðir vilja deila álaginu og kostnaðinum.

Það eru enn nokkur ár þangað til hægt verður að sækja formlega um mótið 2030 en það stöðvar ekki Suður-Ameríku þjóðirnar í því að tilkynna um sína umsókn.

Líklegt er talið að HM 2026 verði haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Eini keppinautur þeirra verður Marokkó eins og staðan er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×