Fótbolti

Putin gagnrýnir Zenit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vladimir Putin er ekki sáttur með útlendingafjöldann hjá Zenit.
Vladimir Putin er ekki sáttur með útlendingafjöldann hjá Zenit. vísir/getty
Vladimir Putin, forseti Rússlands, skaut á Zenit, topplið rússnesku úrvalsdeildarinnar, fyrir að nota ekki nógu marga rússneska leikmenn.

Að mati Putins hjálpar Zenit ekki til við að auka hróður rússnesks fótbolta því liðið notar of fáa Rússa.

„Þú ert með átta útlendinga sem spila fyrir Zenit í Evrópudeildinni. Vel gert,“ sagði Putin í kaldhæðnum tón.

Í síðasta leik Zenit í Evrópudeildinni, gegn Real Sociedad, voru þrír Rússar í byrjunarliðinu, fimm Argentínumenn, einn Slóveni, einn Ítali og einn Serbi.

Í rússnesku deildinni má vera með sex útlendinga inni á vellinum í einu.

Nær allir leikmenn rússneska landsliðsins spila í heimalandinu. Til marks um það léku 22 af 23 í leikmannahópi Rússlands á EM í fyrra í rússnesku deildinni.

HM á næsta ári verður haldið í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×