Innlent

Búið að opna þjóðveg 1 við Hólmsá á Mýrum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Skemmdir voru miklar á þjóðveginum austan Hólmsár.
Skemmdir voru miklar á þjóðveginum austan Hólmsár. Inga Stumpf
Búið er að opna þjóðveg 1 við Hólmsá á Mýrum. Þó er lokað við Steinavötn í Suðursveit þar sem brúin hefur laskast. Þá er vegur 966 í Breiðdal enn í sundur vegna vatnsskemmda og eins er ófært upp í Laka, Þakgil og Snæfell.

Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að sums staðar hafi runnið úr vegköntum og fólk sé því beðið að sýna aðgát við akstur. Einnig er bent á að hálendisvegir geta verið varasamir vegna vatnsmagns í ám og hugsanlegra vatnsskemmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×