Fundu sög á hafsbotni sem kann að tengjast máli Madsen Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2017 08:28 Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37