Innlent

Lögreglan lýsir eftir Guðmundi Flóka

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekkert hefur spurst til Guðmundar Flóka frá því föstudaginn 20. október.
Ekkert hefur spurst til Guðmundar Flóka frá því föstudaginn 20. október. Lögreglan
Uppfært: Guðmundur Flóki er kominn í leitirnar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Flóka Péturssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans frá því síðastliðinn föstudag, 20. október.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu er Guðmundur grannvaxinn, 174 sm á hæð, um 70 kg og með stutt, dökkt hár. Hann er hugsanlega klæddur í kamellitaða 66N úlpu, gallabuxur og ljósa Timberlandskó.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Guðmundar, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 112. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×