Hörður Björgvin við Guardian: Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 09:00 Hörður Björgvin Magússon og félagar fagna sigri á Englendingum í Nice 27. júní 2016. Vísir/Getty Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira