Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 10:00 Finn Wolfhard sést hér staddur í veislu vegna Golden Globe-verðlaunanna í byrjun árs. Á meðal þeirra sem héldu veisluna var framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company, fyrirtæki Harvey Weinstein, en merki þess má sjá neðst til vinstri á mynd. Vísir/Getty Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan. MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan.
MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01
„Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41