Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 22:16 Ikea er í Garðabæ. Vísir/Anton Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira